Mikið um ófærðarútköll

Það er búið að vera mikið um ófærðarútköll á síðustu vikum. Flest hafa þau verið innanbæjar en einnig hafa þau verið upp á Hellisheiði og þá snérust verkefnin um að sækja fólk í bíla og koma því niður af heiðinni. Í flestum tilvkum hafa jeppar og Reykur 1 verið notaðir en síðastliðin föstudag var Boli einnig ræstur út á heiðina.

Þokkalega hefur gengið að manna þessi útköll þó sum þeirra hafi verið á dagvinnutíma. Samt hefur verið nokkuð um það að félagar sendi svar um hvort þeir mæti á 112 en ekki á bækistöðvarsíma eins og á að gera. Svar á 112 tefur þeirra störf. Vinsamlega atugið þetta og skráið útkallssímann í minnið hjá ykkur.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson