Bækistöðvarhópur hefur ákveðið að halda nokkur námskeið í vetur í meðferð TETRA stöðva sem og VHF talstöðva. Tilgangur námskeiðsins er að kenna fólki undirstöðu atriði í notkun þessara fjarskiptatækja. Fyrsta námskeiðið verður haldið mánudaginn 19 október klukkan 20 á Malarhöfða 6.
Fjöldi á hverju námskeiði er takmarkaður við 8 manns og miðast við að þú sért fullgildur félagi eða í nýliðum II. Skráning er á korkinum, fyrstur kemur fyrstur fær.
Kennari á námskeiðinu er Helgi Reynisson.
Sjáumst
Bækistöðvarhópur
—————-
Höfundur: Helgi Reynisson