Influensa H1N1

Seinna í dag, fimmtudag verður sendur rafrænn póstu til þeirra HSSR félaga sem hafa gefið kost á því að sinna sjúkra – og gæsluverkefnum ef til alvarlegs innfluensufaraldurs kemur. Þar eru þeir beðnir um að svara því hvort þau hafi áhuga á bólusetningu. Hugsanlegt er að bólusetning hefjist um helgina en enn er eftir að ákveða hversu margir af þeim skömmtum sem komnir eru verða til ráðstöfunar fyrir björgunarsveitir.

Félagar eru beðnir að svara sem fyrst póstinum sem kemur með kvöldinu. Einnig er bent á síðuna http://www.influensa.is/ til nánari upplýsinga.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson