Ferð nýliða á Högnhöfða 11. október

Ljómandi góð ferð sprækra nýliða var farin á Högnhöfða sunnudaginn 11. október. Upphaflegt plan hafði reyndar verið að fara tjaldferð en ferðaveður var ekkert þessa helgi fyrr en á sunnudeginum og var því bara þeim mun meira gengið á þeim eina degi. Gengið var upp í Brúarárskörð og þaðan upp á Högnhöfða og síðan niður af honum hinum megin um þónokkuð brattar hálffrosnar skriður. Alls þrömmuðu um 30 manns vel yfir 20 km sem ferðin var. Um 25 nýliðar og 5 félagar í fylgd með þeim.

Myndir frá ferðinni eru t.d. á Flickr og svo er hellingur af myndum á myndasíðu nýliðahópsins á Facebook.

—————-
Texti m. mynd: Í snjóskafli á leið á Högnhöfða
Höfundur: Einar Ragnar Sigurðsson