Skráning á Landsæfingu – seinast séns….

Landsæfing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fer fram laugardaginn 24. október, eftir rétt rúma viku. Nú þegar hafa 33 félagar skráð sig til leiks. Almannarómur segir að lengi þurfi að leita til að finna fallegri hóp…

Nú er hins vegar runninn upp lokadagur skráningar, fimmtudagurinn í miðjum mánuðinum. Ef þú ert fullgildur félagi eða nýliði 2, ætlar að taka þátt í æfingunni en ert ekki búinn að skrá þig þá gerir þú það nú í dag. Svo er bara lokað – uppselt! Eins og á Airwaves
Verkefni eru við allra hæfi. Undanfarar mæta, sérhæfði leitarhópurinn, fyrstuhjálpar og viðbragðshópar – allir til að hafa af þessu gagn og gaman.

Skráningin er á korkinum eða um netfangið gunnar@skidasvaedi.is. Ef þú ert ekki með aðgang að tölvu getur þú hringt í mig. En ef þú ert ekki með aðgang að tölvu ertu ekki heldur að lesa þetta….

—————-
Texti m. mynd: æfingin skapar meistarann….
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson