A – Öryggis- og streitustjórnunarnámskeið RKÍ

Síðstliðið haust leitaði Rauði kross Íslands til HSSR vegna aðstoðar við öryggis- og streitustjórnunarnámskeiðs fyrir fólk á útkallslista sendifulltrúa Rauða kross Íslands, sem haldið var í Bláfjöllum 2.-4. okt. s.l. Að auki var stjórnendum Alþjóðasveitar Landsbjargar boðið á námskeiðið. Undirritaður fór á þetta námskeið ásamt tveimur öðrum stjórnendum Alþjóðsveitarinnar sem heppnaðist afar vel. Farið var í fjölmörg atriði er tengjast öryggi hjálparstarfsmanna á hamfarasvæðum. M.a. var farið yfir allt frá hættu af sjúkdómum til mannrána. Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar sýndi margar tegundir jarðsprengna og sprengdi m.a. bíl í loft upp með slíkri sprengju. Er skemmst frá því að segja að jarðsprengja sem er á stærð við fótbolta þeytir fólksbíl tugi metra upp í loft og skilur bílinn eftir í tætlum. Sérsveit lögreglunnar sýndi áhrif mismunandi skotvopna á hina ýmsu hluti, s.s. bíls, stálplötu og timbur. Var alveg með ólíkindum að sjá hvað byssukúla kemst í gegnum þykka hluti og ljóst að bíómyndir eru bara plat.

Í verklegri æfingu á Laugardag var sett á svið sendiför nokkurra hópa til hin fjarlæga lands ZUBOUMBA. Í því landi þurftu hóparnir að leysa hin ýmsu verkefni. Tjald HSSR gengdi hlutverki flugstöðvar og fóru allir þátttakendur þar í gegnum tollskoðun og útlendingaeftirlit.

Eins og fram kom í upphafi, var þetta í fyrsta skipti sem fulltrúum frá Landsbjörgu er boðið á námskeið hjá Rauða Krossinum. Það heppnaðist afar vel og vonandi verður um frekara samstarf þessara aðila að ræða. Takk fyrir mig.

Ólafur Loftsson

—————-
Texti m. mynd: ZUBOUMBA flugvöllur
Höfundur: Ólafur Loftsson