NÝR BJÖRGUNARSVEITAGALLI

Nýr björgunarsveitagalli er nú kominn í sölu. Um er að ræða jakka og buxur úr nýjasta þriggja laga Goritex efninu og er gallinn léttur, lipur og þægilegur í alla staði. Gallann er hægt að kaupa á skrifstofu SL í Skógarhlíð.Á sveitarfundi 23. mars verður gallinn kynntur, sýnishorn verða á staðnum.Eldri útgáfa af björgunarsveitagöllum er enn til sölu og geta félagar nálgast þá hjá 66N í Garðabæ.Niðurgreiðslur HSSR af nýja gallanum, sem seldur er hjá SL, er 30% í stað 50 % sem verið hefur á gallanum frá 66N. Upp á M6 og á heimasíðunni okkar er eyðublað sem þarf að fylla út til að fá niðurgreiðslur. Kynnið ykkur reglurnar sem eru á eyðublaðinu.

https://www.hssr.is/images/gogn/ALM_0203_1351_11_1.doc

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson