Nýr stjórnstöðvarbíll á bandinu!

Björgunarsveitir á svæði 1 eru undir svæðisstjórn að koma sér upp nýjum stjórnstöðvarbíl. Bíllinn verður kynntur nánar í Björgun, tímariti Slysavarnafélagsins Landsbjargar, á næstunni.

Svæðisstjórnin fékk í dag formenn á svæðinu á sinn fund og kynnti þeim stöðu famkvæmda. Eins og málum er háttað nú má búast við að bílinn verði tekinn í notkun með haustinu. Verkið hefur gengið vel og margir félagar lagt á sig ómælda vinnu við að koma málum áleiðis.

Ljóst er að þessi nýja stjórnstöð er bylting á sínu sviði. Auk mikillar vinnu félaga við þetta verk hafa fyrirtæki og þjónustaðilar sýnt mikinn velvilja við að útvega og koma fyrir innréttingum og tæknibúnaði.

—————-
Texti m. mynd: Loftnetaskógur á þakinu
Höfundur: Örn Guðmundsson