Óveður á höfuðborgarsvæðinu.

Stundum er eins og að allt þurfi að gerast á sama tíma.
Í miðri Neyðarlkallssölu skellur á landinu eitt versta illviðri sem lengi hefur gengið yfir.
Flestar björgunarsveitir landsins eru með sinn mannskap að störfum og samhliða því seljum við Neyðarkalla eins og við verður komið.
Núna eru fimm hópar frá HSSR að störfum úti auk fólks í bækistöð. Þá eru margir nýliðar og eldri félagar við Neyðarkallssölu.

Ert þ.ú búinn að fá þinn Neyðarkall?

—————-
Texti m. mynd: Yfirlit yfir útkallshópana.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson