Rannsókn á leitarsviði

Sveitinni hefur borist eftirfarandi sending frá Landsbjörgu:

Góðan daginn

Í sumar verður haldið áfram með rannsóknina Að sjá og finna, en markmið hennar er að rannsaka leitarsvið við íslenskar aðstæður. Er rannsóknin unnin fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og hefur verkefnið hloti styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Arion-Banka. Síðasta sumar var leitarsvið athugað í kjarrlendi og á mosasléttu. Núna í ár verður gerð athugun á þrem mismunandi stöðum; apalhrauni, helluhrauni og í móa, en þar stendur til að bera saman göngumenn, leitarmenn á fjórhjóli og hestum.

Til þess að hægt sé að framkvæma þessa tilraun þarf björgunarsveitarfólk að leita eftir fyrir fram ákveðinni braut. Það verða settar upp brautir í apal- og helluhrauni miðvikudagana 27. júlí og 3. ágúst. Mæting er klukkan 18:00 (nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir en hún verður send til ykkar um leið og hún kemur). Heldur léleg skráning var í fyrra og lítur út fyrir að hún verði verri í ár! Allir björgunarsveitarmenn mega mæta, einnig nýliðar. Við viljum fá sem fjölbreyttasta flóru björgunarmanna.

Fólk þarf að mæta klætt eftir veðri og með búnað í leitarútkall. Hver og einn þarf að hafa GPS-tæki, ef viðkomandi hefur ekki tök á því að útvega sér það sjálfur, þá getur hann haft samband við mig. Allir þeir sem taka þátt fá track af brautinni sent

Skráning er hjá mér í síma 663-1749 eða í gegnum tölvupóst á einarmeme@gmail.com.

Með vonum um góða skráningu,

Einar Eysteinsson

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson