Útkall F2 gulur á Esjunni

Kl. 14:10 brugðust 10 félagar í HSSR við útkallsboðum frá Neyðarlínu, en göngumaður hafði slasast við stiku 3 á Esjunni. Alls voru tveir hópar tiltækir frá sveitinni. Vel gekk að koma hinum slasaða til bjargar og var hann kominn í sjúkrabíl um klukkutíma síðar.

—————-
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson