Rústabjörgunarnámskeið og rústabjörgunarhópur

Að kvöldi þriðjudags og fimmtudags (20. og 22. október) verður námskeið í rústabjörgun. Bæði kvöldin hefst námskeiðið kl. 20 á M6, fyrra kvöldið verður fyrirlestur og í lok þess kynnt hvert fyrirkomulag síðara kvöldsins verður. Kennt verður eftir nýrri námskrá björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) um rústabjörgun og uppbyggingu svokallaðra "létt-rústabjörgunarsveita". Fyrirlesari verður Magnús Hákonarson yfirleiðbeinandi SL í rústabjörgun. Skráning á korkinum.

Þá er rétt að benda á verðandi "létt-rústabjörgunarhóp" HSSR, en áætlaður stofnfundur hans verður kl. 19 á þriðjudagskvöld á M6 og er þeim sem hafa áhuga á slíku bent að láta sjá sig (nánari upplýsingar veitir Dagbjartur: dagbjartur36 (hjá) gmail.com).

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir