Skíðaleiðir – fundur 19. mars

Helgina 17. til 19. apríl næstkomandi er skíðaferð Viðbragðshóps á dagskrá, sömu helgi er auk þess massaferð Undanfara. Til stendur að reyna að sameina ferðirnar ef nægur vilji er fyrir því hjá þátttakendum. Ráðgert er að Daníel Guðmundsson verði fararstjóri í sameinaðri ferð.

Fundurinn verður haldinn fimmtudagskvöldið 19. mars kl. 20:00. Kynntar verða hugmyndir að nokkrum skíðaleiðum ásamt fyrirhuguðu skipulagi. Fundarmenn geta einnig komið með sínar hugmyndir. Fundurinn mun svo ákveða hvaða leið verður fyrir valinu. Það verður boðið upp á æfingarferð (dagsferð á gönguskíðum) svo þeir sem ætla að fá lánuð skíði og/eða hafa litla reynslu geta spreytt sig.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson