Sleðahópur hefur verið virkur undanfarið. Þar má nefna sleðaferð austur á land. Páskagæslu í Landmannalaugum. Um síðustu helgi fór Eiríkur Lárusson á námsskeið í sleðaakstri, þar sem nýjar aðferðir voru kenndar , sem gerir okkur kleyft að stöðva í miklum halla án vandræða og snúa við á leið niður ef hætta er framundan. Þegar við erum búnir að tileinka okkur þessa tækni munum við verða oruggari í erfiðum aðstæðum. Kennari á þessu námsskeiði var Bandaríkjamaður Bret Rasmussen. Höfum við farið samferða Kyndilsmönnum úr Mosfellsbæ í þrjár stórar ferðir í vetur, og eru forréttindi að fá að ferðast með þeim og læra af þeirra miklu reynslu og eiga þeir þakkir skilið.
Eiríkur Lárusson
—————-
Texti m. mynd: Rasmussen að kenna tökin
Höfundur: Eiríkur Lárusson