Aðstoðarleiðbeinanda vantar.

Ágætu félagar.

Frá því í fyrravor hefur sveitin haldið námskeið fyrir Vinnumálastofnun, þar sem atvinnulausum útlendingum eru kennd undirstöðuatriði fjalla- og ferðamennsku.

Námskeiðin hafa verið í minni umsjón og nokkrir félagar hafa svo komið inn sem aðstoðarmenn þegar þurft hefur fleiri en einn leiðbeinanda. Það hefur verið í hellaferðum, fjallgöngum og svo í klifri í veggnum hjá okkur. Þeir sem verið hafa mér til aðstoðar (og hafa staðið sig með prýði) eru nú fastir í annarri vinnu.

Nú vantar mig því aðstoðarmann (konu) fyrir námskeiðið sem nú stendur yfir, en það yrði þriðjudagsmorgnana 17. 24. og 31. maí nk.

Ef þið hafið áhuga á að koma að þessu verkefni sem er orðið að tekjulind fyrir sveitina, þá vinsamlegast hafið samband við mig sem fyrst. Greitt er fyrir unna vinnu í þessu verkefni, þannig að hér er tækifæri til að ná sér í aur.

M kv. Árni Tryggvason

—————-
Höfundur: Árni Tryggvason