Sleðahópur

Sleðahópur hefur verið virkur undanfarið. Þar má nefna sleðaferð austur á land. Páskagæslu í Landmannalaugum. Um síðustu helgi fór Eiríkur Lárusson á námsskeið í sleðaakstri, þar sem nýjar aðferðir voru kenndar , sem gerir okkur kleyft að stöðva í miklum halla án vandræða og snúa við á leið niður ef hætta er framundan. Þegar við erum búnir að tileinka okkur þessa tækni munum við verða oruggari í erfiðum aðstæðum. Kennari á þessu námsskeiði var Bandaríkjamaður Bret Rasmussen. Höfum við farið samferða Kyndilsmönnum úr Mosfellsbæ í þrjár stórar ferðir í vetur, og eru forréttindi að fá að ferðast með þeim og læra af þeirra miklu reynslu og eiga þeir þakkir skilið.

Eiríkur Lárusson

—————-
Texti m. mynd: Rasmussen að kenna tökin
Höfundur: Eiríkur Lárusson

Sleðahópur.

Sleðahópur hefur verið töluvert á ferðinni viku fyrir og eftir páska og um páskana.

Eiríkur og Þorvaldur fóru austur á land helgina fyrir páska og voru þar í samfloti með Kyndilsmönnum og fleiri sveitum. Austfirðingar leiddu þá um fjöll og dali þar í fínu veðri. Svo fóru Eiríkur og Þorvaldur í Landmannalaugar um páska og keyrðu þar vítt og breytt um, til að kynnast svæðinu og tækjunum, Boli átti að vera þar líka og fór inn fyrir Sigöldu en er þangað var komið var mikill krapi og snéru Bolamenn við.

Um þessa helgi vorum við enn á ferðinni og var Eiríkur (títt nefndur) með Kyndilsmönnum (hvaða samband er þetta hjá Eiriki og Kyndilsmönnum) fyrir norðan og þeir keyra um fjöll þar og enda svo á námskeiði mánudag og þriðjudag.

Við sem heima sátum (Hlynur Snæland, Snorri, Sveinbjörn) fengum fiðring þegar við sáum allan þennan snjó í morgun og drifum okkur inn að Vörðu og keyrðum þar í slæmu skyggni en góðu færi og nægum af snjó. Höfðum virkilega gott af því að keyra þessa leið í svona lélegu skyggni, þarna er töluverð umferð sleðamanna og mikið um brekkur, gil og hengjur. Við töldum alveg ástæðu fyrir okkur að læra betur á svæðið og þar af leiðandi var veðrið ekki látið stoppa okkur.

Takk fyrir, Sveinbjörn.

—————-
Höfundur: Sveinbjörn Steinþórsson