Björgunarleikar, skrá sig?

Í tengslum við landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu um aðra helgi verða að venju haldnir björgunarleikar. Keppnin er að þessu sinni í umsjá Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og þegar hafa fjölmargir hópar skráð sig til leiks og ljóst að baráttan verður hörð. Búið er að skipulegga um sjö krefjandi þrautir, þar sem reynir á fjölþættasta kunnáttu björgunarveitarmanna. Nú er um að gera að taka þátt í framkvæmd leikanna. Fjallahópur HSSR ber hitann og þungann af skipulagningunni. Öllum áhugasömum (líka nýliðum) er bent á að hafa samband við Frímann á frimanni@simnet.is eða Vilhelm á vss@nyherji.is.

—————-
Texti m. mynd: Ætlar þú að vera með í að halda björgunarleika?
Höfundur: Örn Guðmundsson