Takk fyrir stuðninginn

Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík gekk vel. Enn eitt árið sýndu borgarbúar hversu vel þeir kunna að meta okkar starf með því að versla flugelda frá okkur. Einnig var óvenju mikið um bein peningaframlög til sveitarinnar, fólk kom á sölustaði og rétti peninga yfir borðið án þess að kaupa flugelda. Það er okkur mikils virði að finna þann mikla velvilja sem er ríkjandi í okkar garð.

Flugeldasalan heldur okkur gangandi og með góðri sölu er okkar viðbragð tryggt. Takk fyrir stuðninginn.

Haukur Harðarson,
sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.