Þyrluskíðaferð til Kyrgyzstan

Stjórnarlimurinn og undanfarinn Steppo skrapp til Kyrgyzstan í þyrluskíðaferð. Með í för voru mið-gömlu brýnin og risaeðlurnar Hallgrímur Magnússon og Tómas Júlíusson. Ferðast var dagana 14. – 24. febrúar, með viðkomu í kóngsins Köbenhavn og Moskvu.

Var það mál mann að þetta væri fyrirtaks leiksvæði og aldrei að vita nema að farin verður sveitarferð þangað síðar meir! Ekki skemmdi heldur fyrir að knæpur og söfn höfuðborgarinnar, Bishkek, voru fyrirtaks skemmtun þegar ekki gaf á fjöllin.

Myndasýning og myndband vonandi fyrr heldur en síðar!

—————-
Vefslóð: ak-sai.com
Texti m. mynd: Mið-gömlu brýnin og fararskjótinn góði.
Höfundur: Stefán Örn Kristjánsson