Undanfarar á Reykjanesi

Laugardaginn sl. héldu undanfarahópurinn fjallabjörgunaræfingu við Háahjalla (eða Háabjalla). Tekin voru fyrir hefðbundin atriði, börum sigið lárétt og skipt yfir í lóðrétt, dobblað upp 3:1 og svo félagabjörgun. Gekk þetta allt vonum framar. Myndir frá æfingunni eru á http://gallery.askur.org/album94

Hópurinn háttar sínu starfi þannig að æft er tvisvar sinnum í mánuði, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar sjá tveir úr hópnum um verkefni sem getur verið hvað sem er t.d. farið yfir hvað er heitast í fjallbjörgun eða meðhöndlun slasaðra í brattlendi, þriðja miðvikudag hvers mánaðar skiptast björgunarsveitirnar á svæði 1 um að sjá um æfingu fyrir hinar sveitirnar.
Þeir sem eru á útkallslista sveitarinnar sem undanfarar eru:
Haraldur Guðmundsson, Andri Bjarnason, Benedikt Ingi Tómasson, Brynja B. Magnúsdóttir, Guðmundur L. Norðdahl, Helgi T. Hall, Kjartan Þ. Þorbjörnsson, Magnea Magnúsdóttir, Stefán P. Magnússon, Stefán Ö Kristjánsson, Steinar Þorbjörnsson, Unnur B. Guðmundsdóttir, Valgeir Æ. Ingólfsson, Þorvaldur B. Gröndal.
Aðrir sem starfa sem hópnum eru Eyþór Örn Jónsson, Gunnar Magnússon og Snorri Halldórsson.
Dagská hópsins má sjá undir hópar->Undanfarar hérna á síðunni.

-kveðja
Halli

—————-
Vefslóð: gallery.askur.org/album94
Texti m. mynd: Steppo sígur með Bensa á leið niður í hyldýpið…
Höfundur: Haraldur Guðmundsson