Sá stórmerki atburður átti sér stað síðastliðinn miðvikudag að undanfararnir gjörsigruðu keppnina um Farandskíðin. Um er að ræða árlega keppni á milli undanfarasveita höfuðborgarsvæðisins. Í þetta skipti var keppnin í boði HSSK sem unnu keppnina í fyrra. Keppnin var með hefðbundnu sniði þótt staðsetning væri önnur. Keppendur voru ræstir af stað við Framskálann í Bláfjöllum og þurftu að arka upp Framlyftuna. Þar þurfti að búa til börur úr skíðum og tillbehör og setja einn í þær – Stebbi Magg fékk þann heiðurssess. Því næst var skíðað niður sömu brekku og upp aðra þar sem var léttur snjóflóðapóstur. Þar á eftir var skíðað að þriðja póstinum þar sem fram fór ýlaleit. Að lokum var svo bruna yfir rásmarkið og fagnað með kampavíni. Stebbi Magg naut þess að liggja í börunum allan tímann meðan við hin erfiðuðum.
—————-
Texti m. mynd: Stebbi Magg, Hálfdán, Helgi, Steppo og Brynja
Höfundur: Stefán Örn Kristjánsson