Undirbúningskvöld fyrir ísklifurnámskeið

Nýliðar II og aðrir áhugasamir sveitarmeðlimir.

Annað kvöld kl. 20:00 hefst undirbúningur fyrir ísklifurnámskeið sem fram fer n.k. laugardag, 9. október. Farið verður yfir ýmis hressandi atriði tengd kennslunni, búnaði og fleiru. Samfara þessu verða sýndar nokkrar vel valdar ísklifurmyndir úr safni undanfara, en sem kunnugt er, eru miklir jaxlar í þeim hópi.
Heitt á könnunni ef einhver nennir að hella uppá.
Tekið skal fram að mæting á undirbúningskvöldið er forsenda þátttöku í verklega hluta námskeiðsins.
Hallelúja.

Kveðja, Andri

—————-
Texti m. mynd: Undanfarar að verki: Klifrari og myndsmiður:)
Höfundur: Andri Bjarnason