Veðurfræði til fjalla

Veðurguð sveitarinnar, Hálfdán Ágústsson, mun kenna okkur að lesa saman veðurspár og landslag þriðjudaginn 27. apríl. Fyrirlesturinn er eitt af skyldunámskeiðum nýliða en er opinn öllum félögum og holl upprifjun.
Þar með fellur niður liðurinn Fjall kvöldsins sem átti að vera þennan þriðjudag.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Veðurfræði til fjalla.

Þriðjudaginn 31. mars kl. 20:00 á M6 ætlar hann Hálfdán veðurfræðingur og undanfari að ausa úr viskubrunni sínum og fræða okkur um veðurfræði til fjalla, veðurspár, veðurnetsíður og ýmsan annan fróðleik sem nauðsynlegur er öllu fjallafólki. Tilvalinn undirbúningur fyrir allar vorferðirnar sem eru framundan.

—————-
Höfundur: Svava Ólafsdóttir