Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík 80 ára

Miðvikudaginn 28. apríl á Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík 80 ára afmæli. Á þessum tímamótum munu þær taka skóflustungu að nýju húsnæði við Gróubúð á Grandagarði klukkan 16.00. Klukkan 18.00 er síðan móttaka við Nauthól. Hjálparsveit skáta í Reykjavík óskar Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík til hamingju með áfangann og þakkar stuðninginn á liðnum árum.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson