Ljósufjöll á Snæfellsnesi sunnudaginn 2. maí

Sunnudaginn 2. maí verður farin dagsferð á Ljósufjöll á Snæfellsnesi. Fjöllin ljósu eru hæstu fjöll á Snæfellsnesi fyrir utan Snæfellsjökul og skarta þau þremur tindum þar sem sá hæsti er 1.063 mtr. hár. Gangan okkar hefst við bæinn Kleifárvelli sem er sunnan megin á nesinu og förum við um Sandfell. Gera skal ráð fyrir löngum degi því áætluð heimkoma verður ekki fyrr en um klukkan 20:00+

Við skulum hittast kl. 6:45 á M6 og brottför verður kl. 7:00

Skráning fer fram á Korkinum eða með því að senda póst á rantoniussen@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 30. apr. kl. 12:00

Viðbragðshópur – Ragnar Antoniussen

—————-
Texti m. mynd: Ljósufjöll
Höfundur: Ragnar K. Antoniussen