Uppskeruhátíð og Áhersluferð.

Þá er komið að því að gera upp flugeldavertíðina og hefja almennt sveitarstarf aftur.
Um næstu helgi verður því þessi dagskrá:

Föstudaginn 15.1 Keilumót/flugeldauppskeruhátíð í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Keppni hefst kl. 20.30 og verða keppendur því að mæta tímanlega.
Aðrir félagar eru hvattir til að mæta og hvetja keppendur eða ræða heimspekilega framlegð flugeldasölunnar.

Sunnudaginn 17. Áhersluferð á Botnsúlur í umsjón Eftirbáta.
Lagt verður upp frá Svartagili og endað í Botnsdal, með viðkomu í skálanum Bratta og á einhverri súlunni.
Hækkun allt að 900 metrar. Ef skyggni verður lélegt verður genginn Leggjabrjótur í staðinn.
Þátttakendur hafi með sér ísexi, brodda, ennisljós og snjóflóðaýli.
Þeir sem hyggjast fá lánaðan búnað hjá HSSR geri það tímanlega fyrir brottför.
Lagt verður af stað frá M6 stundvíslega kl. 8.00

Flugeldanefnd og Eftirbátar.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson