Alþjóðasveitarhópur HSSR virkjaður

Í kjölfar jarðskjálftans á Haiti í gærkvöldi bauð utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg, fram aðstoð Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar (ÍA) sem er sérhæfð í rústabjörgun og er sveitin nú í viðbragðsstöðu.

ÍA er að ljúka undirbúningi fyrir flutning sveitarinnar til Haiti. Alþjóðasveitarhópur HSSR tekur þátt í útkallinu með stoðhóp sem aðstoðar við undirbúninginn fyrir ferðalagið og úthaldið. Hægt er að halda sveitinni úti án utanaðkomandi aðstoðar í allt að 7 daga.

Fjöldi alþjóðlegra björgunarsveita hafa nú boðið fram aðstoð og er beðið eftir viðbrögðum stjórnvalda á Haiti.

—————-
Texti m. mynd: Mynd af vef BBC
Höfundur: Örn Guðmundsson

Alþjóðasveitarhópur HSSR virkjaður.

Alþjóðasveitarhópur HSSR er farinn til Keflavíkur. Þangað fer hópurinn með allan sinn búnað í "flug" á óþekkt hamfarasvæði. Þetta er nú samt bara æfing. Úttektaræfing á Íslensku alþjóðasveitnni til að kanna hvort að hún stendur kröfur Sameinuðu þjóðanna um slíkar sveitir. Æfingin stendur yfir í ca. 50 klst og er, eins og áður sagði, þegar hafin.

Góða ferð til "fjarskanistan".

—————-
Texti m. mynd: Hilmar, Dagbjartur og Jörgen “ná upp stressi”.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson