Sleðasamkoma í Hvanngili

Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ býður til sleðasamkomu í Hvanngili helgina 13. – 14. mars. Er öllum sleðaflokkum björgunarsveita landsins boðið að taka þátt. Á laugardagskvöldinu verður boðið í grill. Þeir sem ætla að mæta tilkynni þátttöku til Gísla Páls í Kyndli í síma 664-1505 eða gisli@utilif.is svo hægt sé að gera ráðstafanir með mat og gistingu. Gísli Páll biður allar björgunarsveitir sem eru með sleðaflokka að senda upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang formanna eða forráðamanna sleðaflokka sveitarinnar til hans á netfangið gisli@utilif.is

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson