H1N1 viðbrögð við innfúensufaraldri

Miðvikudaginn 16. september kl.20.00 verður haldið námskeið um hlutverk og viðbrögð björgunarsveita vegna hugsanlegs heimsfaraldurs innfluensu. Námskeiðið er ætlað öllum fullgildum félögum og N-ll. Stjórn hefur tekið þá ákvörðun að ef til þess kemur að HSSR aðstoði við fluttning sjúkra komi aðeins félagar yfir 21. árs aldri að því. Það þýðir þó ekki að aðrir félagar komi að því að halda kerfinu gangandi og aðstoða í húsnæði.

Mikilvægt er því að sem flestir komi á námskeiðið og skráning hafin á korkinum. Forskráðir á námskeiðið er allir þeir félagar sem hafa sagt já við útsendum skilaboðum um að taka þátt í aðgerðum ef af verður. Þeir sem eiga eftir að svara útsendum pósti um það eru beðnir að gera það sem fyrst.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson