HSSR og tækjahópur buðu félögum og fjölskyldumeðlimum að venju í ferð á Geitlandsjökul á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni var farið á Geitlandsjökul í blíðskaparveðri. 40 manns mættu í ferðina á hinum ýmsu farartækjum: sleðum, skíðum, snjóþotum snjóbrettum og vélsleðum. Veðrið var eins og best gerist á fjöllum, logn og sól skein í heiði. Fólkið var ferjað upp á Bola og tveimur jeppum. Annað hvort var fólk dregið á skíðum á eftir Bola eða fékk að sitja í eða á farartækjunum. Farnar voru allmargar ferðir með skíðalyftuni Bola og vélsleðunum upp Geitlandsjökul og skíðað niður en á endanum var síðan tekið kaffi á toppi Geitlandsjökuls með stórkostlegu útsýni til allra átta. Að því loknu voru teknar nokkrar ferðir til viðbótar niður jökulhlíðarnar áður en haldið var heim á leið. Hópurinn kom síðan í bæinn um kvöldmatrarleytið útitekinn og alsæll eftir góðan dag á jökli. Í ferðinni voru nokkrir fjölskyldumeðlimir á leikskólaaldri sem fengu allir a prófa hvernig það er að sitja í framsætinu á Bola og er nokkuð ljóst hvað verður teiknað eða sagt frá í þeim leikskólum í dag.
Tækjahópur vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í að gera þessa ferð mögulega, bæði með því að mæta í hana og að aðstoða við undirbúning hennar.
—————-
Texti m. mynd: Á toppi tilverunar (mynd Marteinn Sigurðsson)
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson