Nýliðar 2 hafa skipulagt ferð að gígnum Tintron sem er rétt norðan við Gjábakkaveginn. Farið verður laugardaginn 14. ágúst og er mæting kl. 9.45 á M6. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 10.
Sigið verður 10-13 metra beint niður á botn hellisins, en þar mun vera lítið að sjá og fátt fréttnæmt. Þá hefst það sem mun gefa þessari ferð sinn einstaka blæ, vinnan við að koma sér aftur upp á yfirborðið með þeirri tækni sem best hentar hverjum og einum.
Miðað er við að koma í bæinn ekki seinna en kl. 16 sökum fótboltagæslu sem hefst kl. 16.45 þennan sama dag.
Áhugasamir sendi póst á olijon@gmail.com fyrir kl. 18 föstudaginn 13. ágúst.
Wikipedia: http://is.wikipedia.org/wiki/Tintron
Lýsing: http://bit.ly/cZh06z
—————-
Texti m. mynd: Op gervigígsins Tintrons
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson