Óveðursútkall

Félagar í HSSR voru kalliðir út kl. 6,25 að morgni föstudags vegna óveðursaðstoðar. Síðan var bætt í hópinn um hádegisbil.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Óveðursútkall

Sveitin hefur verið að störfum í nótt í hinum ýmsu verkefnum. Mjög slæmt veður var á höfuðborgarsvæðinu og sást m.a. ísskápur á flugi ásamt trambólínum og þakplötum. Von er á samskonar veðri á föstudaginn, ef ekki krappari lægð 944 mb., samkvæmt meðfylgjandi veðurkorti.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir

Óveðursútkall

Rétt fyrir klukkan tvö í dag var boðað út vegna óveðurs sem byrjað var að ganga yfir. Fimm manns fóru úr húsi kl. 14:00 á R-3 og annar hópur fór úr húsi á R-2 kl. 15:00. Hóparnir fóru að huga að húsum og lausum munum, einnig var bjargað nokkrum börnum úr veðrinu sem komust vart áfram. Aðgerðinni lauk svo kl. 18:00.

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar

Óveðursútkall

Á hádegi í dag barst ósk frá Svæðisstjórn um einn flokk á bíl vegna þess veðurs sem byrjað er að ganga yfir. Fimm manns fóru úr húsi kl. 12:30 til að huga að húsum og lausum munum víða um höfuðborgarsvæðið.

—————-
Höfundur: Stefán Páll