Landsæfing 2003

Þessi tilkynning var að koma á landsbjargarvefinn, fyrir þá sem voru að spyrjast fyrir um upplýsingarnar.

Þann 29. mars næstkomandi verður á Eyjafjarðarsvæðinu haldin landsæfing björgunarsveita. Stefnt er á að hafa æfinguna sem fjölbreyttasta svo allir ættu að finna eitthvað sem lýtur að þeirra sérþekkingu, eins og áður sagði verða verkefnin með fjölbreyttu sniði allt frá köfun á hafsbotni Eyjafjarðar uppí hálendisverkefni á Vaðlaheiði fyrir snjóbíla og vélsleða og skíðafólk. Æfingin hefst mjög snemma aðfaranótt laugardags og stendur fram eftir degi en lýkur síðan með að boðið verður uppá orkuríkan kvöldmat í húsnæði Súlna á Akureyri. Boðið verður uppá gistingu á Þelamörk aðfaranótt laugardagsins, en ef sveitir hyggjast dvelja fyrir norðan alla helgina verða þær sjálfar að verða sér úti um gistingu.Skráning á æfinguna fer fram á skrifstofu félagsins í síma 570-5900 en síðasti skráningardagur er 10. mars.

—————-
Höfundur: Ragnar