Blóðgjafardagur

Fimmtudaginn 21. nóv, mætti fríður hópur gæðablóða úr HSSR og gaf blóð í Blóðbankanum við Barónsstíg. En þetta var einn liðurinn í því að fagna afmæli sveitarinnar á þessu ári.

Allt frá stofnun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík árið 1932 hafa meðlimir hennar sinnt hinum ýmsu verkefnum. Árið 1935 var stofnuð Blóðgjafarsveit skáta í Reykjavík. Hver félagi fór fjórum sinnum á ári og gaf blóð, og fékk sveitin 50 krónur í hvert skipti. Í þá daga var ekki hægt að geyma gjafablóð og fór því blóðgjöfin þannig fram að félagar sveitarinnar lágu við hlið blóðþegans við blóðgjöfina.

—————-
Höfundur: Guðbjörg og Haraldur Drakúla