Lokahnikkurinn og uppskeruhátíð

Það gengur vel að ganga frá eftir flugeldasölu og nú er komið að því að stilla upp útkallsbúnaði á nýjan leik.
Á mánudag 10. janúar er dagskrá með eftirfarandi hætti:
Undanfarar og Leitarhópur tryggi fólk til að stilla upp hillum og ganga frá útkallsbúnaði sínum.
Sjúkrahópur tryggi fólk til að setja aftur upp skápa undir sjúkrabúnað og ganga frá því dóti.
Alþjóðahópur og Léttsveit stilli upp hillum í sínu rými.
Viðbragðshópur setji upp skíðarekka.
Tækja og sleðahópar klári að pakka flugeldadóti í gám og fari svo að huga að sinni aðstöðu.
Umsjónarmenn útlánsbúnaðar mæti og gangi frá því dóti sem að þeir bera ábyrgð á.
Allir þessir hópar verða studdir af nýliðum sem að venju hafa verið duglegir að mæta í frágang eftir flugeldavinnu. Næstkomandi föstudag er svo fyrirhuguð uppskeruhátíð flugeldasölu og þá er stefnt að því að allur búnaður verði kominn á sinn stað

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson