Gengið hefur verið frá endurnýjun samnings HSSR við Orkuveitu Reykjavíkur um viðhald gönguleiða á Hengilssvæðinu. Samningurinn gildir til 1 árs og er umfang hans töluvert minna en í fyrra. Þó er lögð áhersla á að mála stikur og fræðsluskilti en dregið úr öðrum þáttum. Vinna við verkefnið hefst eftir helgi og verða sendir út tölvupóstar með frekari upplýsingum. Mikilvægt er að félagar fjölmenni í þessa mikilvægu fjáröflun um leið og við njótum útivistar á þessu skemmtilega svæði.
Stikunefndin.
—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem