Denali toppur

Jæja, þá eru félagarnir Róbert Halldórsson og Guðmundur Halldórsson, búnir að toppa á hæsta fjalli Norður-Ameríku, Denali sem er um 20320 fet (6195 metrar). Þeir toppuðu um kl. 15.00 á laugardaginn var í mikilli snjókomu og litlu skyggni því miður. Það gekk hins vegar mjög vel og voru þeir komnir niður í 17.000 fet strax um kvöldið þar sem þeir gistu og héldu síðan niður í 14.000 fetin eftir það og voru þar í gær. Núna er stefnan tekin niður af fjallinu en það getur verið að þeir verði fastir í nokkra daga á jöklinum vegna þess að biðröð er í flugvélina sem flýgur milli Talkeetna "flugvallarins" (sem er á skriðjöklinum) og Anchorage.

Enn og aftur, styrktaraðilar:

Fjallakofinn með Scarpa, Marmot, Julbo, Smartwool, Helsport og Black Diamond
Real Turmat
Kostur
Swiss Miss
Corny
Canon á Íslandi

—————-
Texti m. mynd: Denali, Kaldasta fjall í heimi
Höfundur: Katrín Möller