Einn árviss viðburður í starfi HSSR er gæsla við Reykjavíkurmaraþon.
20 gæslumenn á reiðhjólum skipta með sér kílómetrunum 42 auk níu manns sem eru til taks í Lækjargötu.
Gæslufólk í Lækjargötu á að mæta við MR kl. 08.00 en hjólafólk á að mæta á horni Ingólfsstrætis og Sölvhólsgötu kl. 08.00.
Þar verður svæðisstjórnarbíllinn Björninn staðsettur og þar verður úthlutað teppum og sjúkrabúnaði.
Um kvöldið mun svo hinn skotglaði armur HSSR sjá um að lýsa upp næturhiminninn stundarkorn í lok Menningarnætur.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson