Tvö útköll í dag

Í dag var HSSR kölluð út tvisvar. Fyrst um hádegisbil til aðstoðar konu sem var slösuð á fæti rétt við Rauðhóla og tóku 10 félagar þátt í þeirri aðgerð. Um hálftíu leytið var sveitin aftur kölluð út til að leita að manni á Reykjavíkursvæðinu. Tóku 20 manns þátt í þeirri aðgerð. Fannst maðurinn heill á húfi eftir skamma leit.

—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem