Sjúkraæfing FBSR laugardaginn 27. ágúst.

FBSR hafði samband og langar að bjóða meðlimum HSSR að aðstoða við sjúkraæfingu sveitarinnar laugardaginn eftir rúma viku, þann 27. ágúst um morguninn. Í kjölfarið munu þeir bjóða aðstoðarfólki til skemmtanahalds um kvöldið.

Nokkrir meðlimir sjúkrahóps hafa hug á að mæta en líklega verður þörf á fleira fólki til aðstoðar. Æfingin mun verða talsvert vegleg og öllu reynt að tjalda til.

Látið mig vita ef þið hafið áhuga og sendið mail á dr.helgi@hotmail.com. Ég kem skilaboðum frá ykkur áleiðis.

HÞL

—————-
Höfundur: Helgi Þór Leifsson