Helgina 18. – 20. nóvember næstkomandi verður Björgunarskólinn með hópstjóranámskeið á Úlfljótsvatni. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfari til að stjórna leitar- og björgunarhópum og er ætlað hópstjórum björgunarsveita. Það er fjölbreytt, blanda af fyrirlestrum, hópavinnu og æfingum.
Meðal annars verður farið í gegnum eftirfarandi hluti:Hópurinn – Uppbygging og viðhald hóps, innihald, hver skipar stjórnandann, skráning og viðmiðunarreglur, Stjórnandinn – leiðtoginn, verkstjórinn, stjórnunarstílar, hjálpartæki og gögn, mistök, rýnifundir, traust og virðing, Hverjar eru kröfurnar til stjórnanda? Hvenær á að stoppa?, Stjórnkerfi í leit og björgun – lands og svæðisstjórnarkerfið, réttindi og skyldur, almannavarnir og lög og reglugerðir, Vettvangurinn – verndun vettvangs, að tryggja örugg samskipti, öflun sönnunargagna, Samskipti út á við – aðstandendur, svæðisstjórnir, viðbragðsaðilar og fjölmiðlar, Áföll og uppákomur – slys og veikindi, bilun eða skortur á búnaði, áfallahjálp, Stjórnun í almennu starfi – stjórnun flokks í starfi, sararstjórn, æfingar, viðburðastjórnun, fjáraflanir
+Námskeiðið er byggt upp á bæði fyrirlestrum og verklegum æfingum. Þá er reynt að hafa þau mjög opinn með það að markmiði að fá virkar umræður um námsefnið þannig að allir geti miðlað og lært af fyrri reynslu nemenda og leiðbeinanda.Nokkur sæti eru enn laus á námskeiðið og hvetur stjórn þau sem eru hópstjórar í útköllum eða hafa útkallsreynslu og hafa áhuga á að verða hópstjórar að skrá sig á námskeiðið.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson