Fundur hjá Þriðju bylgjunni, mánudaginn 14. nóv

Þriðja bylgjan ætlar að hittast á Malarhöfanum mánudaginn 14. nóvember kl. 20.00 til 21.30 og fara yfir næstu skref.

Góð mæting var á fyrsta fund Þriðju bylgjunnar og leist mönnum vel á framtakið. Rætt var um fyrirkomulag og starfsemi hópsins og kynntar hugmyndir stjórnar fyrir stofnun hans.

Nú er komið að næsta fundi þar sem hugmyndin er að ramma verkefnið inn. Við hvetjum alla til að mæta á fundinn bæði þá sem þegar hafa látið sjá sig og ekki síður þá sem ekki hafa komið en vilja gjarnan vera með.

Í samræmi við hugmyndir af fyrsta fundi er stefnt að því í framtíðinni að hittast fyrsta mánudag þá mánuði ársins sem ekki er ofsetnir af öðru þ.e.janúar, febrúar, mars, apríl, september, október, og nóvember.

Sjá frekar upplýsingar í eldri fréttum.

Dagskrá fundarins:

1. Nafnið á hópnum.

Þriðja bylgjan hefur verið notað sem vinnuheiti fyrir hópinn enda lýsir það tilgangi hans nokkuð vel. Allar tillögur að nafni eru þó vel þegnar og endanlegt nafn verður ákveðið á fundinum.

2. Dagskrá hópsins í vetur.

Hugmyndin er að fundir séu fyrst og fremst til að hittast og spjalla en auk þess er reiknað með að boðið verði upp á kynningu eða upprifjun á þáttum tengdum starfsemi sveitarinnar sem gott er þekkja, en við reiknum með að hópurinn taki þátt í að stilla upp föstum dagskrárliðum næstu mánaða.

3. Kynning á alþjóðasveitinni.

Við viljum hvetja alla sem sjá þennan póst og vita um áhugasama félaga að draga þá með á fundinn.

Athugasemdir berist til Andrjesar eða Arngríms

—————-
Höfundur: Andrjes Guðmundsson