Næstkomandi Laugardagsmorgun ætlar tækjahópur að leggja í ferð á Langjökul. Tækjahóp langar til að bjóða félögum sveitarinnar með.Planið er að stefna á Jaka og þaðan upp á jökul þaðan sem leið liggur upp að Þursaborgum og Péturshorni.Eftir góðan dag á jökli verður stefnan sett á Hverarvelli ,þar sem við stefnum á að grilla og leggjast í laugina og eiga góðan nætursvefn.Næsta dag á að fara sem leið liggur upp á jökul aftur og eiga annan góðan dag á jökli.Þeir sem vilja koma með skíðinn sín með sér eru velkomnir ,hvort sem er til að renna sér niður brekkur eða hengja sig aftan í bílana.(Farið verður á jeppunum )Áhugasamir hafið samband við Dagbjart í síma 694-5242
—————-
Höfundur: Dagbjartur Finnsson