Mest afhendir borvél

Nú í janúar afhenti MEST Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Metabo 18 volta höggborvél ásamt öllum tilheyrandi
fylgihlutum. Vélin verður notuð til ýmissa starfa, t.d.
til að bora fyrir tryggingum og bolta algengar klifurleiðir.
Vélin, sem er af gerðinni Bha 18, hentar sérstaklega vel
til þessara starfa þar sem hún er búin lithium rafhlöðu,
sem er mjög létt, langlíf og þolir mikinn kulda, og,
sérhönnuð til notkunar við erfiðar aðstæður.

Hjálparsveit skáta í Reykjavík fagnar 75 ára afmæli í
ár en hún er án efa ein öflugasta hjálparsveit
höfuðborgarsvæðisins. Félagar hennar hafa í gegnum
tíðina sérhæft sig í björgun í fjöllum og býr sveitin
yfir miklum og öflugum tækjakosti til slíkra starfa.
Þar má nefna öflugan snjóbíl og nýtt sjúkratjald auk
nýju Metabo-höggborvélarinnar frá MEST.

—————-
Texti m. mynd: Félagar Hssr taka við vélinni af starfsmönnum mest
Höfundur: Frímann Ingvarsson