Undanfarahópurinn leitaði til sjúkrahóps á dögunum og fékk þær Eddu Björk og Haddý til að rifja upp með sér nokkur grundvallaratriði í Fyrstu hjálp. Hlutirnir í þessum fræðum eru oft að breytast og því var gott að fá smá upprifjun. Hittumst eina kvöldstund á M6 þar sem farið var yfir að koma manni í börur, lífgunartilraunir og spelkun. Skemmtilegt og lærdómsríkt kvöld.
Myndir frá kvöldinu má sjá á myndasíðu.
—————-
Texti m. mynd: Vandasamt að koma slösuðum manni á börur.
Höfundur: Björk Hauksdóttir