Fjallamennska III

Dagana 27. feb til 2. mars fóru sex félagar Hjálparsveitar Skáta í Rvk á Fagnámskeið í Fjallamennsku. Námskeiðið var haldið á Gufuskálum á Snæfellsnesi og voru alls 11 nemendur og 3 leiðbeinendur. Dvölin var hin besta skemmtun og lærðum við helling en það sem stóð upp úr var Laugardagurinn 1. Mars þegar við örkuðum á Snæfellsjökul á fjallaskíðum í mjög góðu veðri. Gangan á jökulinn tók sinn tíma enda hafði megnið af hópnum ekki stigið á skíði og var þetta með því skrautlegasta sem ég hef séð þegar skíðin snéru niður. Sumir fóru niður á rssinum en aðrir þrjóskuðust áfram og komu niður með tvo brotna stafi og eina óníta bindingu, nefni engin nöfn.

Kveðja:Árni sig, Björk, Baddi, Danni M, Danni G, Trausti.

Myndir á Myndasíðu.

—————-
Höfundur: Daníel Guðmundsson

Fjallamennska III

Síðast liðna helgi fóru þrír undanfarar, Árni, Eyþór og Helgi, inn í Skíðadal á þriggja daga námskeið í fjallamennsku. Helga Björt heimasæta í Skíðadal og fyrrverandi (og aftur verðandi) undanfari HSSR bættist í hópinn.

Jökull Bergmann leiðbeindi af mikilli fagmennsku og sýndi að við eigum í honum gríðarlegan þekkingarbrunn sem örugglega verður nýttur meira á næstunni.

Hópurinn kom til baka fullur áhuga og með fullan poka af verkfærum til að takast á við mismunandi aðstæður í fjallamennsku.

Myndir af námskeiðinu má sjá hér:
Dagur 1:
http://hiis.facebook.com/album.php?aid=1641&l=a414f&id=500616708
Dagur 2:
http://hiis.facebook.com/album.php?aid=1642&l=c266c&id=500616708
Dagur 3:
http://hiis.facebook.com/album.php?aid=1643&l=89cf7&id=500616708

—————-
Höfundur: Helgi Tómas Hall