Aðalfundur HSSR

Aðalfundur HSSR verður haldinn í húsnæði sveitarinnar þann 11. nóvember. Ársskýrsla sveitarinnar er komin á netið og má finna hér: https://www.hssr.is/images/gogn/ALM_1110_1110_57_1.pdf Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf og að þeim loknum tekur við sýning kvikmyndar frá Pakistanleiðangri HSSR og Bjsv. Ársæls sumarið 2006.

Skorum á félaga að fjölmenna tímanlega en rúmlega 40 manns þarf til að gera fundinn löglegan.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson