Áhersluferð um næstu helgi.

Helgina 2.- 4. október verður farið í Áherslugönguferð að Fjallabaki á vegum HSSR. Þátttakendur skulu vera mættir á M6 eigi síður en klukkan 17:30 á föstudag en brottför verður um leið og búið verður að hlaða farangri í bíla. Við ökum sem leið liggur upp í Álftavatn þar sem við gistum í skála aðfaranótt laugardags. Á laugardaginn verður gengið til norðurs eftir Laugaveginum en við sveigjum svo útaf honum og göngum upp á Háskerðing (uþb 1220m). Þaðan verður gengið niður í Hattver, hugsanleg með viðkomu á Torfajökli. Alls eru þetta tæplega 20 km. Á þessum slóðum er frábært útsýni í góðu veðri! Í Hattveri verður gist í tjöldum. Á sunnudaginn verður gengið yfir fjöllin inn í Landmannalaugar, tæplega 10km leið. Í þessari ferð þarf að bera allan farangur á bakinu. Við komum í bæinn aftur um kvöldmatarleytið á sunnudag. Hugsanlegt er að það verði gerðar breytingar á þessari ferðaáætlun vegna veðurs eða annars og það verður þá tilkynnt sérstaklega.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á eythororn@gmail.com en henni lýkur klukkan 20:00 miðvikudaginn 30. september. Það er skemmtilegt ef þátttakendur gera vart við sig á korkinum. Öllum fyrirspurnum er svarað í gegnum framangreint netfang. Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta!

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson