Alheimsmót í Englandi

Slysavarnarfélagið Landsbjörg í samstarfi við Bandalag Íslenskra skáta mun taka þá í alheimsmóti skáta sem haldið verður á Bretlandseyjum dagana 28. júlí til 8. ágúst.
Búið er að ákveða að það verði 15 félagar frá félaginu á staðnum á hverjum tíma. Hugsanlegt er að hægt verði að vera helming tímans og skipta við annan á miðju tímabili. Haldinn verður fundur um málið miðvikudaginn 9. maí klukkan 20:00 í Skógarhlíð 14.
Þar verður farið yfir þau verkefni sem félagið hefur tekið að sér. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma á fundinn.

Þeir sem hafa áhuga á að fara á alheimsmótið er bent á að senda upplýsingar á Jón Inga á joningi@landsbjorg.is

—————-
Vefslóð: eng.thejamboree.org/localInformation
Höfundur: Haukur Harðarson