Allt farið af stað.

Nú er salan komin af stað og allt orðið klárt. Allir sölustaðir okkar opnuðu í morgun 28. des. og fyrstu viðskiptavinirnir birtust. Eins og alltaf kemur stór hópur félaga úr HSSR að vinnunni við flugeldasöluna. Ef þú ert ekki búin/nn að skrá þig, hafðu þá samband upp á Malarhöfða í síma 577 1212 og komdu þínum málum á hreint.

—————-
Texti m. mynd: Sprettir sölustaðaundirbúning.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson